Evrópu ekki skipt

Maria Basescu, eiginkona forseta Rúmeníu, Traian Basescu, Geir Haarde og …
Maria Basescu, eiginkona forseta Rúmeníu, Traian Basescu, Geir Haarde og eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttirir, Jaap de Hoop Scheffer ásamt eiginkonu sinni Jeannine. Reuters

„Það er varasamt að gefa út þau skilaboð að það sé búið að skipta Evrópu upp í áhrifasvæði þar sem eitt tiltekið ríki geti haft áhrif á hvort önnur ríki gerist aðilar að svona bandalagi,” sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við fréttavef Morgunblaðsins um ágreining um aðild Georgíu og Úkraínu að aðildarferli Nató.

Leiðtogafundur Nató hófst í dag í Búkarest í Rúmeníu. Tvö mál ber hæst á fundinum, aðild Georgíu og Úkraínu að að Atlantshafsbandalaginu og staðan í Afganistan. Rússar hafa lýst harðri andstöðu við umsókn Georgíu og Úkraínu að Nató. Innan bandalagsins er einnig andstaða við stækkun og telja Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir og fleiri ríki að aðild þessara tveggja ríkja sé ekki tímabær.

Bush forseti Bandaríkjanna kom í gær til Rúmeníu frá Úkraínu þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við aðild landsins að Nató.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert