Ferðamáti gagnrýndur

Einkaþota var leigð fyrir ráðherrana.
Einkaþota var leigð fyrir ráðherrana. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Stjórnvöld undirbúa nú umfangsmiklar aðgerðir í fjármálum landsins og munu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa fundað með bankastjórum Seðlabanka Íslands í gær og samkvæmt kvöldfréttum Stöðvar2 var það meginástæða þess að þau komust ekki með áætlunarflugi á Nató fundinn í Búkarest heldur fóru með einkaþotu sem var tekin á leigu til fararinnar.

Álfheiður Ingadóttir alþingismaður gagnrýndi harðlega hinn nýja ferðamáta ráðherranna á Alþingi í dag. Hún fór fram á að fá að vita hvað ferðin kostaði skattborgarana.

Samkvæmt frétt frá  forsætisráðuneytinu sem birtist í dag var þessi leið farin einnig með það fyrir augum að að takmarka fjarveru ráðherranna frá landinu, m.a. vegna mikilvægs ríkisstjórnarfundar sem og fundar með bankastjórn Seðlabanka og því var ákveðið að ráðherrarnir ferðuðust í þetta sinn með leiguflugi í stað áætlunarflugs.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka