Ferðamáti gagnrýndur

Einkaþota var leigð fyrir ráðherrana.
Einkaþota var leigð fyrir ráðherrana. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Stjórn­völd und­ir­búa nú um­fangs­mikl­ar aðgerðir í fjár­mál­um lands­ins og munu for­sæt­is­ráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra hafa fundað með banka­stjór­um Seðlabanka Íslands í gær og sam­kvæmt kvöld­frétt­um Stöðvar2 var það megin­á­stæða þess að þau komust ekki með áætl­un­ar­flugi á Nató fund­inn í Búkarest held­ur fóru með einkaþotu sem var tek­in á leigu til far­ar­inn­ar.

Álf­heiður Inga­dótt­ir alþing­ismaður gagn­rýndi harðlega hinn nýja ferðamáta ráðherr­anna á Alþingi í dag. Hún fór fram á að fá að vita hvað ferðin kostaði skatt­borg­ar­ana.

Sam­kvæmt frétt frá  for­sæt­is­ráðuneyt­inu sem birt­ist í dag var þessi leið far­in einnig með það fyr­ir aug­um að að tak­marka fjar­veru ráðherr­anna frá land­inu, m.a. vegna mik­il­vægs rík­is­stjórn­ar­fund­ar sem og fund­ar með banka­stjórn Seðlabanka og því var ákveðið að ráðherr­arn­ir ferðuðust í þetta sinn með leiguflugi í stað áætl­un­ar­flugs.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert