Nýleg könnun Evrópusambands launamanna (ETUC) sýnir að munur á launum karla og kvenna fyrir sambærileg störf er að meðaltali 15% í Evrópu. Munur á launum kynjanna hér á landi er 18% samkvæmt launakönnun VR frá 2007 eða 3% meiri en meðaltalið í álfunni.
Í sömu könnun ETUC kemur í ljós að aðild kvenna að stéttarfélögum fer vaxandi en að þær eru enn lítt sýnilegar í forystusveit verkalýðsfélaga í Evrópu.