„Menn eru ekki hættir"

mbl.is/Júlíus

„Það verður meira af þessu þangað til ríkið ger­ir eitt­hvað,“ sagði Sturla Jóns­son, talsmaður vöru­bíl­stjóra í sam­tali við mbl.is.

Tug­ir vöru­bíla lokuðu Reykja­nes­braut í Kúa­gerði í morg­un kl. 05.30 og opnuðu fyr­ir um­ferð klukku­stund síðar. Hátt í hundrað vöru­bíl­stjór­ar tóku þátt í aðgerðinni.  Lang­ar bíla­lest­ir mynduðust og voru marg­ir þeirra á leið í flug frá land­inu. Þrátt fyr­ir að fólk væri á leið í flug sagði Sturla að hann hafi tekið eft­ir heils­hug­ar stuðningi frá al­menn­ingi. „Stuðning­ur fólks­ins skipt­ir öllu máli,“ sagði Sturla.

Aðspurður hvort þessi aðgerð hafi verið loka­hnykk­ur­inn sagði Sturla; „Nei, nei, nei. Það verður meira af þessu þar til ríkið ger­ir eitt­hvað. Menn eru ekki hætt­ir.“

Ekki er búið að ákveða hvenær næstu mót­mæli munu eiga sér stað en það mun verða fljót­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert