„Menn eru ekki hættir"

mbl.is/Júlíus

„Það verður meira af þessu þangað til ríkið gerir eitthvað,“ sagði Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra í samtali við mbl.is.

Tugir vörubíla lokuðu Reykjanesbraut í Kúagerði í morgun kl. 05.30 og opnuðu fyrir umferð klukkustund síðar. Hátt í hundrað vörubílstjórar tóku þátt í aðgerðinni.  Langar bílalestir mynduðust og voru margir þeirra á leið í flug frá landinu. Þrátt fyrir að fólk væri á leið í flug sagði Sturla að hann hafi tekið eftir heilshugar stuðningi frá almenningi. „Stuðningur fólksins skiptir öllu máli,“ sagði Sturla.

Aðspurður hvort þessi aðgerð hafi verið lokahnykkurinn sagði Sturla; „Nei, nei, nei. Það verður meira af þessu þar til ríkið gerir eitthvað. Menn eru ekki hættir.“

Ekki er búið að ákveða hvenær næstu mótmæli munu eiga sér stað en það mun verða fljótlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert