Mikill vöxtur í útgjöldum vegna heilbrigðismála

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Heild­ar­út­gjöld til heil­brigðismála hafa vaxið veru­lega síðasta ald­ar­fjórðung eða úr ríf­lega 6,4% af lands­fram­leiðslu í upp­hafi ní­unda ára­tug­ar­ins í um 9,2% af lands­fram­leiðslu á síðasta ári. Það sam­svar­ar 117,3 millj­örðum króna á verðlagi þess árs. Eft­ir þess­um mæli­kv­arða reynd­ust út­gjöld­in hæst árið 2003 eða 10,4% af lands­fram­leiðslu. Þetta kem­ur fram í nýj­um hagtíðind­um Hag­stofu Íslands.

Hlut­ur heim­illa eykst um veru­lega

Af heild­ar­út­gjöld­um til heil­brigðismála greiðir hið op­in­bera 96,8 millj­arða króna og einkaaðilar 20,5 millj­arða. Á rúm­lega ald­ar­fjórðungi hafa út­gjöld hins op­in­bera til þessa mála­flokks auk­ist úr 5,5% af lands­fram­leiðslu í 7,6%. Á sama tíma hafa út­gjöld heim­il­anna tvö­fald­ast, úr 0,8% af lands­fram­leiðslu í 1,6%. Hlut­ur heim­il­anna hef­ur auk­ist veru­lega frá 1980 eða úr 12,8% af heild­ar­út­gjöld­um í 17,5% árið 2007. Há­marki náði hlut­ur þeirra árið 1998 er hann nam 19,6% af heild­ar­út­gjöld­um til heil­brigðismála.

„Til þess að meta vöxt heil­brigðisút­gjalda að raun­gildi frá 1980 er nær­tæk­ast að staðvirða heil­brigðisút­gjöld hins op­in­bera með verðvísi­tölu sam­neyslu og út­gjöld einkaaðila með verðvísi­tölu heil­brigðisút­gjalda einka­neysl­unn­ar.

Í byrj­un ní­unda ára­tug­ar­ins voru heil­brigðisút­gjöld um 41 millj­arður króna á verðlagi 2007 en ríf­lega 117 millj­arðar árið 2007. Heil­brigðisþjón­ust­an hef­ur því nærri þre­fald­ast að magni (um 190% vöxt­ur) á þessu tíma­bili. Heil­brigðisút­gjöld á mann voru hins veg­ar um 377 þúsund krón­ur árið 2007 en 179 þúsund krón­ur í byrj­un ní­unda ára­tug­ar­ins á verðlagi 2007 og hafa því ríf­lega tvö­fald­ast (110% vöxt­ur) síðasta ald­ar­fjórðung. Síðustu sex árin hafa þau þó nán­ast staðið í stað og verið um 375 þúsund krón­ur á mann á sama verðlagi," sam­kvæmt frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Heild­ar­út­gjöld til heil­brigðismála í ríkj­um OECD voru að meðaltali 9% af vergri lands­fram­leiðslu ríkj­anna árið 2005, en mik­ill mun­ur er á því hlut­falli milli ein­stakra ríkja.

Íslend­ing­ar í 10-11 sæti á lista OECD-ríkj­anna

Í Banda­ríkj­un­um var hlut­fallið til dæm­is 15,3% árið 2005 en 6% í Suður-Kór­eu. Hér á landi voru heild­ar­út­gjöld til heil­brigðismála 9,5% af vergri lands­fram­leiðslu árið 2005, 10,4% árið 2004 og 9,2% árið 2007. Norðmenn, Sví­ar og Dan­ir vörðu hins veg­ar 9,1% af vergri lands­fram­leiðslu til heil­brigðismála árið 2005, en Frakk­ar aft­ur á móti 11,1% og Þjóðverj­ar 10,7%. Á þenn­an mæli­kv­arða voru Íslend­ing­ar í 10.–11. sæti OECD-ríkj­anna.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert