Mótmælaaðgerðir á Akureyri

Frá aðgerðunum í dag. Að sögn lögreglu náði bílalestin um …
Frá aðgerðunum í dag. Að sögn lögreglu náði bílalestin um 1,5 km.

Mótmælaaðgerðir atvinnubílstjóra hafa staðið yfir á Akureyri frá því klukkan fjögur í dag. Að sögn lögreglunnar hafa á fimmta tug ökutækja ekið löturhægt eftir Drottningargötu, Glerárgötu að hringtorgi og til baka og valdið töluverðum töfum.

„Það er rólegt yfir þessum mótmælum en samt hafa orðið töluverðar umferðatafir," sagði varðstjóri lögreglunnar á Akureyri í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert