Munaði 100-200 þúsund krónum

„Það er lýs­andi dæmi um hvernig stjórn­má­laum­ræðan á Íslandi er stund­um ef það er gert að aðal­máli þeirr­ar heim­sókn­ar sem ég og ut­an­rík­is­ráðherra erum í á þess­um mik­il­væga leiðtoga­fundi að við skul­um hafa fundið hag­stæða leið til að kom­ast hingað," sagði Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra þegar hann var spurður út í gagn­rýni á að sendi­nefnd Íslands á leiðtoga­fund Nató í Búkarest í Rúm­en­íu hafi tekið einka­flug­vél á leigu.

Geir sagði að ráðuneyt­in hafi stund­um staðið frammi fyr­ir því að meta hvort hag­stæðara væri að taka leiguflug út á land eða taka hefðbundið flug. Þetta væri sams­kon­ar mál.

For­sæt­is­ráðuneytið hef­ur upp­lýst að mun­ur­inn á að taka venju­legt flug til Búkarest og leiguflug­vél hafi verið 100-200 þúsund, þ.e.a.s. leiguflugið var þetta dýr­ara en farþega­flugið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka