Munaði 100-200 þúsund krónum

„Það er lýsandi dæmi um hvernig stjórnmálaumræðan á Íslandi er stundum ef það er gert að aðalmáli þeirrar heimsóknar sem ég og utanríkisráðherra erum í á þessum mikilvæga leiðtogafundi að við skulum hafa fundið hagstæða leið til að komast hingað," sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar hann var spurður út í gagnrýni á að sendinefnd Íslands á leiðtogafund Nató í Búkarest í Rúmeníu hafi tekið einkaflugvél á leigu.

Geir sagði að ráðuneytin hafi stundum staðið frammi fyrir því að meta hvort hagstæðara væri að taka leiguflug út á land eða taka hefðbundið flug. Þetta væri samskonar mál.

Forsætisráðuneytið hefur upplýst að munurinn á að taka venjulegt flug til Búkarest og leiguflugvél hafi verið 100-200 þúsund, þ.e.a.s. leiguflugið var þetta dýrara en farþegaflugið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka