Varað við óveðri undir Eyjafjöllum

Á Hellisheiði og í Þrengslum er snjókoma og hálka og varað er við óveðri
undir Eyjafjöllum, annars er víðast hvar greiðfært á Suður-  og
Vesturlandi.  Hálkublettir eru á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir á heiðum og greiðfært á láglendi. Hált er á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi er víðast greiðfært. Hálkublettir eru á Öxnadalsheiði. Á Norðausturlandi eru hálkublettir og hálka. Á Fjarðarheiði er hálka. Hálka og hálkublettir eru á öðrum leiðum. Á Suðausturlandi eru vegir víðast hvar greiðfærir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert