Vilja að Starfsgreinasambandið fari í aðgerðir

Á stjórn­ar­fundi AFLs starfs­greina­fé­lags sem var að ljúka var samþykkt  álykt­un um stöðu kjara­mála í ljósi verðhækk­ana og geng­is­falls ís­lensku krón­unn­ar að und­an­förnu. Er í henni hvatt til þess að Starfs­greina­sam­bandið und­ir­búi aðgerðir til að verja kaup­mátt launa. Verður álykt­un­in bor­in und­ir fund fram­kvæmda­stjórn SGS þann 15. apríl.

„Stjórn AFLs Starfs­greina­fé­lags tel­ur ný­gerðum kjara­samn­ing­um stefnt í hættu með verðhækk­un­um sem dynja á lands­mönn­um þessa dag­ana. Verði ekki gripið tafa­laust til aðgerða til vernd­ar kaup­mætti launa­fólks áskil­ur fé­lagið sér rétt til þeirra aðgerða sem nauðsyn­lega kunna að telj­ast til að verja ár­ang­ur kjara­samn­inga. Enn­frem­ur árétt­ar fé­lagið að ekki er tíma­bært að ganga frá kjara­samn­ing­um fyr­ir aðra starfs­hópa en þegar er samið fyr­ir.

Stjórn AFLs lýs­ir yfir stuðningi við bíl­stjóra sem mót­mælt hafa verðhækk­un­um að á eldsneyti og álög­um á bif­reiðar  síðustu daga en harm­ar að ástandið í þjóðfé­lag­inu sé orðið þannig að launa­fólk finni sig knúið til að efna til mót­mæla á göt­um úti, nokkr­um vik­um eft­ir að gengið var frá kjara­samn­ingi.

AFL Starfs­greina­fé­lag hvet­ur önn­ur verka­lýðsfé­lög er gengu frá kjara­samn­ing­um í fe­brú­ar til að und­ir­búa aðgerðir til að knýja á um að þær kjara­bæt­ur sem samið var um, haldi."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert