Bensínverð lægst á Íslandi

Mikil örtröð var á bensínsstöðvum N1 í gær.
Mikil örtröð var á bensínsstöðvum N1 í gær. mbl.is/Ómar

Í Dan­mörku, Svíþjóð og Nor­egi, er skatt­lagn­ing rík­is­ins tölu­vert meiri en hér á landi og gild­ir það bæði um bens­ín og dísi­lol­íu. Þetta kem­ur fram í vef­riti fjár­málaráðuneyt­is­ins. Þar seg­ir að skömmu fyr­ir síðustu mánaðar­mót var bens­ín­verðið lægst á Íslandi af lönd­un­um sem sam­an­b­urður­inn nær til.

„Raun­ar var það ein­ung­is í Lúx­em­borg og á Írlandi sem bens­ín var ódýr­ara en hér á landi meðal V-Evr­ópu­ríkja meðan Hol­lend­ing­ar borga næst­um því eins mikið og Norðmenn fyr­ir bens­ín. Díselol­ía var hins veg­ar ódýr­ari en hér á landi í nokkr­um ríkj­um V-Evr­ópu.

Hlut­ur ís­lenskra stjórn­valda er inn­an við helm­ing­ur af end­an­legu sölu­verði bens­íns meðan það er nær 60% af sölu­verðinu á hinum Norður­lönd­un­um. Hlut­fall skatt­lagn­ing­ar er nokkru lægra á díselol­íu,” sam­kvæmt vef­rit­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert