Bensínverð lægst á Íslandi

Mikil örtröð var á bensínsstöðvum N1 í gær.
Mikil örtröð var á bensínsstöðvum N1 í gær. mbl.is/Ómar

Í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, er skattlagning ríkisins töluvert meiri en hér á landi og gildir það bæði um bensín og dísilolíu. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar segir að skömmu fyrir síðustu mánaðarmót var bensínverðið lægst á Íslandi af löndunum sem samanburðurinn nær til.

„Raunar var það einungis í Lúxemborg og á Írlandi sem bensín var ódýrara en hér á landi meðal V-Evrópuríkja meðan Hollendingar borga næstum því eins mikið og Norðmenn fyrir bensín. Díselolía var hins vegar ódýrari en hér á landi í nokkrum ríkjum V-Evrópu.

Hlutur íslenskra stjórnvalda er innan við helmingur af endanlegu söluverði bensíns meðan það er nær 60% af söluverðinu á hinum Norðurlöndunum. Hlutfall skattlagningar er nokkru lægra á díselolíu,” samkvæmt vefritinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert