Bjartsýna þjóðin í Atlantshafi

Breska blaðið The Times fjallar um hina einkennilegu eyþjóð Íslendinga í dag og efnahagsdýfuna sem hún hefur tekið síðustu vikurnar. Vitnað er til orða Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, um að vænta megi þess að lífið færist í samt horf í haust.

Í frétt, sem Hildur Helga Sigurðardóttir er skrifuð fyrir, segir að venjulegum Íslendingum sé sama um hvar sökin á samdrættinum liggi. Í landi þar sem foreldrar verji þegar allt of litlum tíma með börnum sínum skiptir meira máli að útvega sér þriðja eða fjórða starfið til að komast af.

Slík fjölskylda kunni að hafa tekið 100% húsnæðislán eftir að bankarnir komu á íbúðalánamarkað fyrir nokkrum árum. Þá gæti hún þurft að láta frá sér bílinn dýra, sem keyptur var á svipuðum kjörum og hún hvetur vörubílstjórana, sem mótmæla háu eldsneytisverði. Fjölskyldan hamstrar einnig vörur á borð við hveiti og sykur.

„En ef Íslendingar væru ekki bjartsýn þjóð hefði landið þeirra aldrei byggst í upphafi. Þess vegna eru allar líkur á að allt verði komið í samt horf með haustinu," segir síðan. 

Greinin The Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert