Grindhoruðum ketti bjargað af lögreglu

Þessi köttur er vel haldinn
Þessi köttur er vel haldinn mbl.is/Kristján

Íbúi í fjölbýlishúsi á Akranesi hafði samband við lögreglu þar í bæ í vikunni.  Kvaðst hann vera búinn að heyra mjálm og kvein kattar í fleiri daga inni í mannlausri íbúð.  Lögreglumenn fóru á vettvang og björguðu ketti sem virðist hafa verið skilinn eftir í íbúðinni.  Var hann orðinn grindhoraður og illa haldinn.  Farið var með köttinn á lögreglustöð þar sem hann þáði veitingar og síðan tók dýraeftirlitsmaður við honum. 

Einhver óværa virðist hafa hlaupið í ökumenn í umdæmi lögreglunnar á Akranesi með hækkandi sól því hvorki meira né minna en 46 voru kærðir fyrir of hraðan akstur og var mældur hraði allt að 133 km á klst á 90 km vegakafla.

Sérstakt eftirlit var með ölvunar og fíkniefnaakstri í vikunni og voru fjórir ökumenn færðir á lögreglustöð grunaðir um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. 

Trillusjómaður kom að tveimur bifreiðum sem hann átti á Breiðinni með brotnum rúðum, um páskana.   Í annarri hafði verið brotin ein rúða en allar í hinni.  Gerðist þetta um hábjartan dag.  Lögregla vildi gjarnan heyra í vitnum að þessum skemmdarverkum ef einhver eru eða það sem enn betra væri, að þeir sem þarna voru að verki segðu til sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka