Álfheiður Ingadóttir, Vinstri grænum, spurði menntamálaráðherra út í lagningu Gjábakkavegar og þau áhrif sem hann hefur á skráningu þjóðgarðar á Þingvöllum á heimsminjaskrá í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Segir Álfheiður það hvergi tíðkast að hraðbrautir séu lagðir um staði sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.
Að sögn Þorgerðar Katrínar er fyrirhuguð staðsetning Gjábakkavegar ekki innan þjóðgarðsins á Þingvöllum og því muni hann ekki ógna skráningunni. Hún segist styðja það að náttúra Þingvalla verði sett á heimsminjaskrá.
Álfheiður fagnaði þessum orðum menntamálaráðherra en skorar um leið á samgönguráðherra að breyta ákvörðun um hvar leggja eigi Gjábakkaveg á meðan það er hægt.