Mikill hiti í bílstjórum

Lögregla sektar bílstjóra fyrir utan fjármálaráðuneytið
Lögregla sektar bílstjóra fyrir utan fjármálaráðuneytið mbl.is/Júlíus

Mik­ill hiti er í at­vinnu­bíl­stjór­um sem mót­mæla fyr­ir utan fjár­málaráðuneytið enda hef­ur lög­regl­an sektað alla þá sem hafa lagt bíl­um sín­um ólög­lega. Bíl­stjór­arn­ir þeyta flaut­ur og hóta því að vera lengi fyr­ir utan ráðuneytið. Lokað er fyr­ir alla um­ferð um Ing­ólfs­stræti og Lind­ar­götu.

Að sögn blaðamanns mbl.is sem er á staðnum eru bíl­stjór­arn­ir ósátt­ir við að tíu lög­regluþjón­ar gangi um og sekti þá fyr­ir brot á lög­um og hafa þung orð fallið í garð lög­regl­unn­ar.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert