Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, segir frétt sem birt er á vísi.is í dag um sölu Orkuveitu Reykjavíkur á gömlum líkamsræktartækjum vera þvætting. í fréttinni er haft eftir Sigrúnu A. Ámundadóttur, ritara hjá Orkuveitunni, að um sé að ræða gömul tæki sem tilvalin séu fyrir fólk á landsbyggðinni.
Eiríkur segir ekkert hæft í fréttinni annað en það að umrædd tæki hafi verið auglýst til sölu. Fyrirtækið hafi hins vegar alls enga ákveðna kaupendur í huga og Sigrún, sem sjálf sé landsbyggðarkona, kannist ekki við að hafa sagt það sem eftir henni er haft.