Atvinnubílstjórar söfnuðust saman við Öskjuhlíð undir hádegið til að skipuleggja mótmælaaðgerðir og frekari „skærur“. Lögreglan lokaði öllum aksturleiðum við Alþingishúsið í morgun vegna orðróms um að þeir hygðust mótmæla fyrir utan þingshúsið með því að sturta bílhlassi af möl eða öðru á Austurvöll.
Bílstjórar létu ekki sjá sig, en hugðust í staðinn fjölmenna fyrir utan fjármálaráðuneytið.
Aðrar helstu sjónvarpsfréttir á mbl:
Tafir á morgunumferð
Samhljómur á NATO-fundi
Stórátak í fegrun miðborgar
Umferðarslys á Suðurlandsvegi
Mugabe berst fyrir pólitísku lífi sínu
Hálka, snjóþekja og þæfingsfærð
Flókið ástarlíf kolkrabba