Útlit fyrir miklar tafir

mbl.is/júlíus

Atvinnubílstjórar loka nú Kringlumýrarbraut í Reykjavík frá gatnamótunum við Miklubraut. Einnig stöðva þeir umferð á Reykjanesbraut við Bústaðaveg. Aðgerðirnar hófust um klukkan hálf átta en samkvæmt upplýsingum blaðamanns mbl.is sem er á staðnum eru um þrjátíu vörubílar á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og miklar biðraðir að myndast.  

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að borist hafi staðfesting þess að vörubifreiðastjórar hafi lokað Kringlumýrarbraut við Miklubraut til norðurs og Reykjanesbraut við Bústaðaveg í báðar áttir. Bústaðavegur er því einnig lokaður til austurs inn á Reykjanesbraut.  

Þá segir í tilkynningunni að búast megi við miklum töfum vegna þessa í morgunumferðinni  og að ekki sé vitað að svo stöddu hvort um frekari lokanir verði að ræða.

Lögregla hefur varað við því að aðgerðir bílstjóranna skapi mikla hættu en með aðgerðum sínum segjast bílstjórarnir vera að mótmæla háu eldsneytisverði, lagasetningu um hvíldartíma þeirra  og aðstöðuleysi til að hægt sé að framfylgja þeim lögum. 

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert