Áfjáðir í íslenska jeppa

00:00
00:00

Það fær­ist í vöxt að út­lend­ing­ar vilji aka sjálf­ir um ís­lenska nátt­úru í breytt­um jepp­um. Íslend­ing­ar breyta öku­tækj­un­um sem eru síðan geymd hér á meðan þau eru ekki í notk­un. Fram­kvæmda­stjóri Fjalla­sports sér mik­il viðskipta­tæki­færi í þessu fyr­ir Íslend­inga og spá­ir því að þetta muni koma til með að aukast í framtíðinni.

Um síðustu helgi fór hann með tvær norsk­ar fjöl­skyld­ur, alls níu manns, í Land­manna­laug­ar í jeppa­ferð, en Norðmenn­irn­ir voru komu hingað til lands gagn­gert til að fara á fjöll. Mynda­tökumaður mbl.is slóst í för með þeim og myndaði ferðalagið.

Að sögn Reyn­is Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Fjalla­sports, fengu Norðmenn­irn­ir mikið fyr­ir sinn snúð. Veðrið var með besta móti og þá fengu ferðamenn­irn­ir meðal ann­ars að sjá það hvernig ís­lensk­ir jeppa­menn setja stærðar­inn­ar jeppa­dekk aft­ur á felg­urn­ar, en það get­ur komið fyr­ir að dekk­in fari af felg­un­um sé of lítið loft í dekkj­un­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert