Rætt um leiðir til að vinna á verðbólgu

Frá fundinum í morgun
Frá fundinum í morgun

Í morgun átti viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fund með fulltrúum Samtaka verslunar og þjónustu og Félags íslenskra stórkaupmanna. Tilefnið var einkum boðaðar verðhækkanir vegna hækkunar hrávöruverðs og lækkunar gengis krónunnar. Rætt var um stöðu mála og mögulegar leiðir til að vinna gegn aukinni verðbólgu, samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Á fundinum kom fram fullur vilji af hálfu fulltrúa verslunarinnar að tryggja eftir bestu getu að verðlag á neysluvörum hækki ekki umfram það sem getur talist bráðnauðsynlegt vegna hækkana á erlendu kostnaðarverði.

Viðskiptaráðherra fundaði fyrr í vikunni með fulltrúum frá ASÍ og Neytendasamtökunum svo og Neytendastofu í sama tilgangi. Í viðskiptaráðuneytinu eru til vinnslu tillögur um lagðar verða fyrir ríkisstjórn innan skamms.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert