Beðið eftir gróanda

Gervitunglamynd af Íslandi frá því í gær
Gervitunglamynd af Íslandi frá því í gær

Sumum þykir hann hafa blásið nokkuð stíft að norðan að undanförnu og sums staðar heyrist tal um kaldan vetur en allt er þetta orðum ofaukið og jarðræktarsérfræðingar, ráðunautar og aðrir túnsérfræðingar víðs vegar um land hafa ekki heyrt af skemmdum á túnum og telja almennt litla hættu á kali í vor.

Líðandi vetur er sá kaldasti síðan 2002 en hitinn hefur samt verið í meðallagi, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Hann bendir reyndar á að miklu oftar hafi verið kaldara á vetrum en hlýrra og í því samhengi hafi hann verið hlýr að þessu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert