Hlaut stungusár í átökum

mbl.is/Július

Maður kom á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu í nótt með stungusár á hálsi sem hann hafði hlotið í átökum í heimahúsi í austurborginni, að því er lögreglan greinir frá. Skömmu síðar voru þrír handteknir á vettvangi átakanna.

Sá sem grunaður er um að hafa veitt manningum sárið gistir nú fangageymslur og bíður yfirheyrslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka