Boðar tímamótabreytingu

Einar K. Guðfinnsson á fundi hjá sjálfstæðismönnum í Valhöll í …
Einar K. Guðfinnsson á fundi hjá sjálfstæðismönnum í Valhöll í morgun. mbl.is/Kristinn

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði á fundi hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í morgn, að verði fyrirhugað lagafrumvarp hans að veruleika verði grundvallarbreyting á matvælamarkaðinum. M.a. verði heimilt að flytja inn hrátt kjöt.

Einar sagði að samkvæmt væntanlegri matvælalöggjöf, sem væri „stærsta málið“ sem koma myndi frá sínu ráðuneyti á þessu þingi, yrði í raun tekin upp matvælareglugerð Evrópusambandsins. Þetta væri „neytendavæn löggjöf.“

Einar tók ennfremur fram, að löggjöfin myndi engin áhrif hafa á stefnumörkun varðandi tolla og því um líkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert