Raforkan ræður stærð

Alcoa er að skoða sömu framleiðslutækni fyrir fyrirhugað álver á …
Alcoa er að skoða sömu framleiðslutækni fyrir fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík og notuð er í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. mbl.is/Steinunn

Alcoa er að skoða sömu fram­leiðslu­tækni fyr­ir fyr­ir­hugað ál­ver á Bakka við Húsa­vík og notuð er í ál­veri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarf­irði. Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri Alcoa Fjarðaáls, seg­ir að hag­kvæm­ast yrði að byggja ná­kvæm­lega eins ál­ver á Bakka og nú er á Reyðarf­irði. „Það vild­um við helst gera en við erum að skoða minna ál­ver,“ sagði Tóm­as í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Tækn­in sem miðað er við að nota á Bakka get­ur fram­leitt 250 þúsund tonn af áli á ári. Með meiri fjár­fest­ingu, lengri ker­skála og stærra ál­veri má nota sömu tækni til að fram­leiða allt að því jafn-mikið og nú er gert hjá Alcoa Fjarðaáli þar sem eru fram­leidd 342 þúsund tonn á ári.

Tóm­as sagði horft á 250 þúsund tonna fram­leiðslu­getu á Bakka vegna þess að miðað væri við að hægt yrði að út­vega þar 400 MW raf­orku. „Það eru mega­vött­in sem skipta máli í þessu sam­bandi en ekki tonn­in af áli,“ sagði Tóm­as. Stöðug þróun er í áliðnaði. Tóm­as nefndi að árið 2003 var miðað við að ál­ver Fjarðaáls myndi fram­leiða 322 þúsund tonn af áli. Vegna tækni­fram­fara er nú fram­leitt þar 20 þúsund tonn­um meira á ári með sömu orku­notk­un. Tóm­as sagði að til lengri tíma litið megi því bú­ast við að hægt verði að fram­leiða meira ál á Bakka en nú er ráðgert vegna tækni­fram­fara. Fá­ist næg orka til stækk­un­ar og til­skil­in leyfi komi einnig til greina að stækka fyr­ir­hugað ál­ver á Bakka.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert