Þrír handteknir eftir hópslagsmál

Lögreglan handtekur mann í miðborginni
Lögreglan handtekur mann í miðborginni mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skakkaði í nótt leikinn er hópslagsmál brutust út fyrir utan veitingahús á Smiðjustíg. Einn lögreglumaður hlaut minniháttar áverka, en hann var m.a. sleginn í andlitið og bitinn í hendina.

Segir lögreglan að er hún kom á vettvang hafi um tíu manns verið að slást og mikill æsingur. Þegar ólætin höfðu verið kveðin niður voru þrír óeirðaseggir handteknir og gista nú tveir þeirra fangaklefa, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert