Soffía Ósk Magnúsdóttir Dayal er efnafræðingur, að mestu alin upp í Borgarfirðinum. Hún er gift indverskum verkfræðingi og býr í höfuðborg landsins, Nýju-Delhí, en Soffía starfar fyrir samtökin PATH sem sinna þróunaraðstoð.
Hjónin giftu sig að hindúasið í Indlandi en Soffía þurfti ekki að gerast hindúi.
„Tengdafaðir minn er ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneyti Indlands og tengdaforeldrar mínir voru svo ánægð með að sonurinn væri búinn að finna konu sem hann vildi giftast að þau reyndu ekki neitt að ráðskast með hann, sýndu honum algert traust og studdu hann eindregið í öllum þessum ákvörðunum,“ segir hún.