Offitufaraldur á Íslandi

mbl.is/ÞÖK

Samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er offitufaraldur á Íslandi en þjóðin hefur að meðaltali þyngst um 7-8 kg á síðustu 40 árum. Árið 1967 var meðalkarlmaður 83 kg að þyngd en í fyrra var hann kominn upp í 91 kg. Meðalkona var 69 kg árið 1967 en í fyrra var hún orðin 76 kg.

Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, segir skýringuna á þyngdaraukningu þjóðarinnar að verulegu leyti stafa af breyttum lífsstíl hennar. „Ef maður fitnar borðar hann meira en hann brennir. Svo einfalt er það. Við lifum á öld ofgnóttar og kunnum okkur ekki hóf. Að vísu hreyfum við okkur sem aldrei fyrr en það dugar einfaldlega ekki til. Við erum alltaf nartandi.“

Skyndibitafæði áhrifavaldur

Þar sem offita er ört vaxandi heilbrigðisvandamál hafa heilsuhagfræðingar í auknum mæli beint sjónum sínum að henni á umliðnum árum og misserum. Bandaríkjamaðurinn Michael Grossman, einn virtasti heilsuhagfræðingur heims, sem staddur er hér á landi, bendir á að aukið vægi skyndibitafæðis ráði þarna miklu, samkvæmt rannsóknum.

„Annað sem við skoðuðum eru breyttir samfélagshættir en á sjöunda og áttunda áratugnum hófu konur að streyma út á vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Það má alls ekki skilja það þannig að aukin atvinnuþátttaka giftra kvenna hafi með beinum hætti leitt til aukinnar offitu meðal þjóðarinnar en svo virðist sem hún hafi leitt til þess að fjölskyldur neyti í auknum mæli skyndibitafæðu. Það er ósköp eðlilegt, tíminn til að elda mat heima er minni en áður,“ segir Grossman.

Dr. Tinna L. Ásgeirsdóttir, umsjónarmaður MS-náms í heilsuhagfræði við HÍ, segir stjórnvöld hér hafa sýnt greininni áhuga og skilning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert