REI gerir samning í Jemen

Stjórnendur REI skrifuðu í dag undir samkomulag um jarðvarmarannsóknir í Jemen og tilraunaboranir. Verður byggð jarðhitavirkjun með orkugetu upp á 100 megavött að loknum rannsóknum í ágúst 2008, samkvæmt frétt sabanews.net.

Átti Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og ráðherra orkumála í Jemen, Mustafa Bahran, fund í dag eftir undirritun samningsins í Sana'a, höfuðborg Jemen.

Á fundinum kynnti Bahran fyrir Össuri hvernig Jemenar nýta sólarorku, jarðvarma og vindorku til raforkuframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert