Al Gore á Bessastöðum

Ólafur Ragnar Grímsson og Al Gore á Bessastöðum í kvöld.
Ólafur Ragnar Grímsson og Al Gore á Bessastöðum í kvöld. mbl.is/Ómar

Al Gore, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hitti Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan hálf sjö í kvöld. Hann flytur fyrirlestur um loftslagsmál í Háskólabíói í fyrramálið.

Gore mun snæða kvöldverð með Ólafi Ragnari í kvöld, þar sem fulltrúar úr íslensku vísinda- og fræðasamfélagi flytja stuttar kynningar um efni sem snerta nýtingu jarðhita, landgræðslu, hlýnun loftslags, bráðnun jökla og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Auk íslenskra vísindamanna og sérfræðinga verða meðal gesta forystumenn háskóla, orkufyrirtækja og umhverfissamtaka.

Í fyrramálið kl. 8:30, flytur Al Gore erindi í boði Glitnis og Háskóla Íslands um hlýnun loftslags í Háskólabíói. Ræður hans um þetta efni hafa vakið gríðarlega athygli um allan heim og hlaut hann friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir framlag sitt á þessu sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka