Al Gore á Bessastöðum

Ólafur Ragnar Grímsson og Al Gore á Bessastöðum í kvöld.
Ólafur Ragnar Grímsson og Al Gore á Bessastöðum í kvöld. mbl.is/Ómar

Al Gore, hand­hafi friðar­verðlauna Nó­bels og fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hitti Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Íslands, á Bessa­stöðum klukk­an hálf sjö í kvöld. Hann flyt­ur fyr­ir­lest­ur um lofts­lags­mál í Há­skóla­bíói í fyrra­málið.

Gore mun snæða kvöld­verð með Ólafi Ragn­ari í kvöld, þar sem full­trú­ar úr ís­lensku vís­inda- og fræðasam­fé­lagi flytja stutt­ar kynn­ing­ar um efni sem snerta nýt­ingu jarðhita, land­græðslu, hlýn­un lofts­lags, bráðnun jökla og bar­átt­una gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Auk ís­lenskra vís­inda­manna og sér­fræðinga verða meðal gesta for­ystu­menn há­skóla, orku­fyr­ir­tækja og um­hverf­is­sam­taka.

Í fyrra­málið kl. 8:30, flyt­ur Al Gore er­indi í boði Glitn­is og Há­skóla Íslands um hlýn­un lofts­lags í Há­skóla­bíói. Ræður hans um þetta efni hafa vakið gríðarlega at­hygli um all­an heim og hlaut hann friðar­verðlaun Nó­bels í fyrra fyr­ir fram­lag sitt á þessu sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert