Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segist telja nauðsynlegt að ræða ferðamáta íslenskra ráðamanna í víðara samhengi en gert hafi verið hér á landi að undanförnu.
„Ég held að menn verði að átta sig á því og búa sig undir það að ákveðnum tilvikum þurfi íslenskir ráðamenn eins og ráðamenn í öðrum löndum að ferðast með leiguflugi," sagði hún er blaðamaður mbl.is ræddi við hana í dag.
„Þetta á ekki síst við um okkur sem sem erum svona fjarri helstu flugleiðum í álfunni. Við þurfum stundum á því að halda að spara tímann okkar þannig að ég held að þetta sé ferðaleið sem verði alltaf notuð og geri reyst nauðsynleg í ákveðnum tilvikum."
„Þetta er alls ekki einfalt þar sem við viljum ekki útiloka þá sem búa afskekkt. Hér á landi teljum til dæmis mikilvægt að halda stundum fundi eða ráðstefnur úti á landi," sagði hún.