Fundu hvítt efni í poka í Svartaskógi

mbl.is/Július

Tveir ungir drengir, fundu hvítt efni í poka í Svartaskógi, svæði Skógræktarfélags Reykjavíkur, í Fossvoginum í gær.    Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tóku drengirnir pokann með sér heim og tilkynnti móðir annars drengsins lögreglu um málið um tvö leytið í gær.

Að sögn lögreglu, sýndu drengirnir lögreglunni hvar þeir fundu pokann og var svæðið kannað, m.a með fíkniefnahundi, en ekkert meira fannst.  Að sögn lögreglu var pokinn, sem innihélt nokkur grömm af hvítu efni, gerður upptækur, og er efnið nú í rannsókn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert