Fundu hvítt efni í poka í Svartaskógi

mbl.is/Július

Tveir ung­ir dreng­ir, fundu hvítt efni í poka í Svarta­skógi, svæði Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, í Foss­vog­in­um í gær.    Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu tóku dreng­irn­ir pok­ann með sér heim og til­kynnti móðir ann­ars drengs­ins lög­reglu um málið um tvö leytið í gær.

Að sögn lög­reglu, sýndu dreng­irn­ir lög­regl­unni hvar þeir fundu pok­ann og var svæðið kannað, m.a með fíkni­efna­hundi, en ekk­ert meira fannst.  Að sögn lög­reglu var pok­inn, sem inni­hélt nokk­ur grömm af hvítu efni, gerður upp­tæk­ur, og er efnið nú í rann­sókn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert