Gróður á Mýrum er að jafna sig

Gróður er smám saman að jafna sig eftir sinubrunann mikla á Mýrum, en alls brunnu um 68 ferkílómetrar lands vorið 2006. Nýlega kom önnur skýrsla vísindamanna um brunann, en þeir ætla í fimm sumur að fylgjast með áhrifum brunans á gróður, dýralíf og vötn.

Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að mófuglum fjölgaði á svæðinu sem brann frá því sem áður var. Þetta átti líka við um algengustu tegundirnar, hrossagauk og þúfutittling, þvert á það sem vísindamenn höfðu reiknað með. Ástæðan fyrir því að fæðuskilyrði fugla batna er m.a. að auðveldara er fyrir þá að veiða smádýr sem hafa minna skjól í gróðursnauðara landi.

Gróðurinn á brunna landinu er hins vegar enn fábreyttari en á landi sem ekki brann. Heildarþekja háplantna var þó marktækt meiri í fyrra sumar en sumarið 2006. Landið er að lokast á ný eftir þá miklu röskun sem fylgdi brunanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert