Nokkuð hvessti á Alþingi í dag þegar Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, spurði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, um ferðir hans og annarra ráðherra í leiguflugvélum. Geir sagði að m.a. að málflutningur Ögmundar og VG væri lágkúrulegur en Ögmundur talaði um flottræfilshátt og misskiptingu, óhóf og bruðl.