Margir sporna gegn breytingum

Al Gore á Bessastöðum í kvöld.
Al Gore á Bessastöðum í kvöld. mbl.is/Ómar

Al Gore, friðarverðlaunahafi Nóbels, sagði á Bessastöðum í kvöld að loftslagsvandinn sem jarðarbúar standi frammi fyrir sé sérstaklega óþægilegur vegna þess að uppbygging síðustu aldirnar hafi að miklu leyti verið knúin áfram með bruna jarðefnaeldsneytis.

Gore kom til landsins í dag og átti í kvöld fund með forseta Íslands og fulltrúum íslensks vísinda- og fræðasamfélags. Í fyrramálið heldur Gore fyrirlestur í Háskólabíói um loftslagsmál.

Gore sagði ennfremur að breytingar væru alltaf óþægilegar, einkum fyrir helstu olíuvinnsluríkin og þá aðila sem mengi mest. Margir hverjir reyni að sporna gegn þeim breytingum sem verði að koma á, og feli í sér ýmis tækifæri sem yrðu öllum til hagsbóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert