Margir sporna gegn breytingum

Al Gore á Bessastöðum í kvöld.
Al Gore á Bessastöðum í kvöld. mbl.is/Ómar

Al Gore, friðar­verðlauna­hafi Nó­bels, sagði á Bessa­stöðum í kvöld að lofts­lags­vand­inn sem jarðarbú­ar standi frammi fyr­ir sé sér­stak­lega óþægi­leg­ur vegna þess að upp­bygg­ing síðustu ald­irn­ar hafi að miklu leyti verið knú­in áfram með bruna jarðefna­eldsneyt­is.

Gore kom til lands­ins í dag og átti í kvöld fund með for­seta Íslands og full­trú­um ís­lensks vís­inda- og fræðasam­fé­lags. Í fyrra­málið held­ur Gore fyr­ir­lest­ur í Há­skóla­bíói um lofts­lags­mál.

Gore sagði enn­frem­ur að breyt­ing­ar væru alltaf óþægi­leg­ar, einkum fyr­ir helstu olíu­vinnslu­rík­in og þá aðila sem mengi mest. Marg­ir hverj­ir reyni að sporna gegn þeim breyt­ing­um sem verði að koma á, og feli í sér ýmis tæki­færi sem yrðu öll­um til hags­bóta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert