Bílstjórar mótmæla við ráðuneyti

Ráðherrabílar voru króaðir af í Tryggvagötu.
Ráðherrabílar voru króaðir af í Tryggvagötu. mbl.is/Júlíus

Flutn­inga­bíl­stjór­ar eru nú í mót­mælaaðgerðum utan við ráðuneyti sam­göngu­mála og fjár­mála og hafa m.a. lokað Tryggvagötu. Ágúst Fylk­is­son, full­trúi bíl­stjóra, sagði að ekki yrði látið af aðgerðum fyrr en búið væri að breyta regl­um um hvíld­ar­tíma bíl­stjóra og lækka op­in­ber­ar álög­ur á eldsneyti.

Ágúst sagði, að ráðherr­arn­ir hefðu boðað bíl­stjóra á fund á morg­un til að fara yfir mál­in. Sagði hann að hóp­ur manna væri nú að fara gegn­um lög og regl­ur um hvíld­ar­tíma og sagði að allt bent til þess að Ísland ætti að vera und­anþegið þeim vegna þess að það sé ey­land.

Ráðherr­ar voru nú á 12. tím­an­um að kynna skýrslu nefnd­ar um ímynd Íslands í Lista­safni Reykja­vík í Tryggvagötu. At­vinnu­bíl­stjór­ar hafa lokað þeirri götu og kom­ast bíl­ar Geirs H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, og Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra, því ekki á brott.

Geir sagði, að menn sem fara fram með of­beldi gegn sam­borg­ur­um sín­um geti ekki vænst þess að á þá sé hlustað af ábyrg­um stjórn­völd­um. Síðan gengu þau Ingi­björg Sól­rún áleiðis til sinna ráðuneyta.

Þess má geta, að stöðumæla­vörður hengdi stöðumæla­sekt á ann­an ráðherra­bíl­inn.

mbl.is/​Júlí­us
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert