Ræða um átak gegn aukinni verðbólgu

Viðskiptaráðherra ræddi við fulltrúa ASÍ og Neytendasamtakanna í síðustu viku …
Viðskiptaráðherra ræddi við fulltrúa ASÍ og Neytendasamtakanna í síðustu viku um aðgerðir gegn verðbólgu. mbl.is/Valdís

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, átti í dag fund með fulltrúum frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusambandi Íslands og Samtökum Atvinnulífsins. Segir viðskiptaráðuneytið, að til umræðu hafi verið horfur í verðlagsmálum og möguleg aðkoma þessara aðila að átaki gegn aukinni verðbólgu.

Á síðastliðinni viku hefur viðskiptaráðherra einnig fundað með fulltrúum verslunarinnar og hagsmunahópum neytenda. Í tilkynningu segir, að í viðskiptaráðuneytinu séu til vinnslu tillögur um aðgerðir í verðlagsmálum, sem lagðar verði fyrir ríkisstjórn innan skamms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert