Úrvalið meira en spurning um verð

Halldór Runólfsson yfirdýralæknir bendir á að fyrirhugaðar breytingar á lögum um matvæli séu óhjákvæmilegar fyrir Ísland með því að Evrópusambandið er stærsti útflutningsmarkaðurinn fyrir íslenskar fiskafurðir. „Og það er því einfaldlega krafa af hálfu ESB að við tökum í staðinn upp matvælalöggjöf ESB,“ segir hann.

Samkvæmt stjórnarfrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hina nýju matvælalöggjöf er gert ráð fyrir heimild til hvers konar innflutnings á hráu kjöti sem vottað er af viðurkenndum stofnunum. Halldór bendir þó á að hrátt kjöt hefur í töluverðum mæli verið flutt til landsins um árabil, þrátt fyrir bann þar að lútandi. Ráðherra geti hins vegar leyft innflutning á hráu kjöti að fengnum meðmælum yfirdýralæknis ef vottorð standast skoðun embættisins. „Breytingin með fyrirhuguðu frumvarpi felst í að kjöt frá ESB þarf ekki lengur að sæta skoðun yfirdýralæknis, heldur kemur varan með vottorð frá framleiðanda sem svo aftur er undir eftirliti stofnana í viðkomandi ríki.“

Hvað með kamfýlóbakterinn?

Með fyrirhugaðri löggjöf er tekið stórt skref að mati Finns Árnasonar forstjóra Haga en á hinn bóginn eru fyrirvararnir þeir hvernig tollamálum verður háttað. „Þetta kemur til með að auka framboðið af kjöti en lykillinn að því eru tollalækkanir,“ segir hann. „Tollar á innfluttu kjöti hamla því að hægt sé að lækka verðið eins og staðan er í dag. En löggjöfin mun vissulega gefa mikil og fjölbreytt tækifæri í innflutningi á kjöti og hér er um að ræða alveg nýjar víddir á því sviði. En tollarnir verða að lækka til að þetta verði verulega áhugavert fyrir neytendur. Það er eitt að geta boðið vöruna en það selst ekki mikið af henni ef hún er dýr.“

Finnur segir Haga nú þegar með tengsl við kjötframleiðendur í Evrópu og á Norðurlöndum. Muni Hagar flytja inn kjöt frá viðkomandi aðilum, bæði lífræna vöru og hefðbundna á grundvelli nýrrar löggjafar. Hann bendir á að ferskt nautakjöt henti best í flutning þar sem flutningstíminn nýtist í meyrnun. En kjúklingur og svínakjöt sé miklu viðkvæmara fyrir flutningi sem ferskvara.

Í hnotskurn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert