Alvarlegt umferðarslys

Alvarlegt umferðaróhapp varð á Eyrarbakkavegi klukkan hálftólf í dag.
Alvarlegt umferðaróhapp varð á Eyrarbakkavegi klukkan hálftólf í dag. mbl.is/Soffía Sigurðardóttir

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar er á leið aust­ur að Sel­fossi að sækja mikið slasaðan mann eft­ir al­var­legt um­ferðaró­happ. Að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi skullu sam­an jepp­ling­ur og vöru­bíll á Eyr­ar­bakka­vegi klukk­an hálf tólf.

Talið er að ökumaður jepp­lings­ins hafi verið einn í bíln­um en ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar höfðu ekki borist. Ökumaður jepp­lings­ins fest­ist í flak­inu og þurfti að beita klipp­um til að ná hon­um út. 

Slysið varð um 2 til 3 km frá Sel­fossi á móts við bæ­inn Sand­vík. 

mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert