Atvinnulífið á Austurlandi hefur styrkst og dafnað

 Mikill bati hefur orðið í atvinnulífinu á Austurlandi í kjölfar virkjunar- og stóriðjuframkvæmda. Atvinnuleysi hefur þó aukist frá því í október sl., en hafði þá verið í algjöru lágmarki í rúm fjögur ár. Ruðningsáhrif innan atvinnugreina vegna virkjunar og stóriðju hafa reynst minni en óttast var, en þó má sjá talsverða tilfærslu í stétt sjómanna. Talsverð eftirspurn er enn eftir iðnaðarmönnum á Austurlandi. Vaxandi vöntun er á fólki í leik- og grunnskóla, félagsþjónustu og til starfa við sjúkrahús.

2/3 atvinnulausra eru konur

Ólöf M. Guðmundsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar Austurlands, segir að nú sé beðið eftir vegavinnuframkvæmdum sem fylgi jafnan vorinu. Nokkur stór verkefni séu í gangi, t.d. bygging Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar, Fjarðarárvirkjunar á Fjarðarheiði og fyrirliggjandi vegaframkvæmdir með vorinu. Allt kalli þetta á mannskap. Önnur stór verkefni virðist ekki vera í spilunum að svo stöddu, þótt von sé á áframhaldi byggingarframkvæmdum hjá Alcoa Fjarðaáli á næstu misserum. Ólöf segir markaðinn bíða átekta eftir að kaupkröfur og verð lækki frá því sem verið hefur.

„Boðið var í fólk og það lærði að flytja sig í snatri milli vinnustaða ef boðið var hærra kaup,“ segir Ólöf. „Unga fólkið, sem hefur haft mikla vinnu, gekk út þegar því hentaði. Atvinnurekendur hafa kvartað mjög yfir þessu.“

Hvað hefðbundna atvinnuvegi og tilfærslu fólks milli atvinnugreina í fjórðungnum varðar, segist Ólöf hafa mestar áhyggjur af bændum. Þrátt fyrir að þeir séu ekki fjölmennir á svæðinu virðist útlit fyrir að þeir dragi enn saman. Fiskvinnslan hafi farið í gegnum alvarlegt samdráttarskeið og útlit fyrir frekari samdrátt.

Þegar talið berst að útlendingum sem sótt hafa í störf á Austurlandi segir Ólöf áberandi að þegar afmörkuðum framkvæmdum ljúki virðist sem þeir sem ekki fara til baka, sæki flestir í borgarsamfélagið á suðvesturhorninu. Hún segir hugsanlegt að í það minnsta helmingur þeirra sem verða eftir á Austurlandi sækist eftir búsetu í kraganum umhverfis höfuðborgina. Þeir séu aldir upp í borgarsamfélagi og vilji búa við slíkt. Útlendingar sem staðnæmast á Austurlandi eru helst fjölskyldufólk með ung börn. Fólkið er mikið í þjónustustörfum og þeir sem hafa réttindi starfa sumir í sínu fagi.

Tækifærin miklu fjölbreyttari

Í hnotskurn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert