Börðu pilt með kúbeini

Lög­regl­an á Sel­fossi hand­tók síðdeg­is í gær þrjá pilta 17 og 18 ára í tengsl­um við rann­sókn á lík­ams­árás á 16 ára gaml­an pilt á hjóla­bretta­svæði á Sel­fossi á sunnu­dags­kvöld.  Við rann­sókn máls­ins kom fram að kúbeini var beitt í árás­inni. 

Lög­regl­an seg­ir, að yf­ir­heyrsl­ur hafi staðið yfir fram yfir miðnætti. Tveir pilt­anna voru látn­ir laus­ir í gær­kvöldi en framb­urður þess þriðja þótti óljós og verður hann yf­ir­heyrður öðru sinni nú fyr­ir há­degi. Eft­ir er að yf­ir­heyra nokk­ur vitni sem gert verður í vik­unni. 

Lög­regl­an seg­ir, að fyr­ir liggi að tveir pilt­anna, 17 og 18 ára, stóðu að árás­inni og stúlka og dreng­ur áttu hlut­deild í henni.  Kúbeinið er í vörslu lög­regl­unn­ar og rann­sókn­in á loka­stigi. 

Sá sem fyr­ir árás­inni varð er óbrot­inn en bólg­inn í and­liti eft­ir hnefa­högg­inn og aum­ur í baki eft­ir kúbeinið.  Hann var á hjóla­bretta­svæði við sund­laug­ina á Sel­fossi þegar árás­ar­menn­irn­ir komu þangað í tveim­ur bíl­um, stigu út og réðust á pilt­inn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert