Reiknað er með, að atvinnubílstjórar sýni stuðning og fjölmenni þegar Sturla Jónsson, talsmaður þeirra, mætir til skýrslutöku í lögreglustöðinni á Hlemmi í Reykjavík vegna mótmælaaðgerðanna síðustu daga. Fjármálaráðherra hlustaði á sjónarmið þeirra í morgun en vildi engu lofa um breytingar á lögum.
Bílstjórar voru ekki ánægðir með viðræður við Árna Mathiesen fjármálaráðherra í morgun, en ráðherra sagðist vilja hlusta á sjónarmið bílstjóra en engu lofa um breytingar á lögum.