Fall á Íslandi seinkaði heimshlaupi

Rosie Swale Pope í tjaldinu sínu.
Rosie Swale Pope í tjaldinu sínu.

Ensk kona, sem varið hef­ur und­an­förn­um fjór­um árum á hlaup­um um­hverf­is heim­inn, varð að fresta loka­áfanga ferðar­inn­ar eft­ir að hún datt á Íslandi og braut nokk­ur rif­bein.

Kon­an, sem heit­ir Rosie Swale Pope og er 61 árs, seg­ist á heimasíðu sinni þurfa að hvíla sig í allt að mánuð áður en hún get­ur byrjað að hlaupa loka­áfang­ann frá Skotlandi og heim til sín í Pem­brokes­hire. Hún kom til Íslands 14. fe­brú­ar og er enn hér á landi.

Fram kem­ur á frétta­vef BBC, að Rosie lagði af stað í októ­ber 2003 og taldi að ferðin myndi taka tvö ár. Nú hef­ur hún verið á leiðinni í fjög­ur og hálft ár og sofið flest­ar næt­ur í tjaldi, sem hún dreg­ur eft­ir sér á vagn­in­um Icebird.

Á vefsíðu sinni seg­ir Rosie, að þegar hún datt í hálku ná­lægt Mý­vatni hafi ann­ar vagnkjálk­inn rek­ist í síðu henn­ar og fjög­ur rif­bein brotnuðu. Hún var flutt til lækn­is á Húsa­vík, sem sagði henni, að ef hún tæki því ekki ró­lega næstu vik­urn­ar væri hætta á að bein­in grói ekki eðli­lega. Þess vegna ætl­ar hún að vera í tjaldi við Mý­vatn þar til hún get­ur haldið áfram.

Rosie hóf ferðina eft­ir að eig­inmaður henn­ar, Cli­ve Pope, lést af völd­um blöðru­hálskrabba­meins. Vildi hún vekja at­hygli á rann­sókn­um á þess­um sjúk­dómi og einnig safna fé til munaðarleys­ingja­heim­il­is í Rússlandi.

Heimasíða Rosie 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka