Frá haga til maga á öllu EES

Umfangsmiklar breytingar eru í sjónmáli á innflutningi matvæla, á eftirliti með matvælum og á fyrirkomulagi dýralæknaþjónustu verði frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á matvælalöggjöfinni að lögum. Lögð er áhersla á að samræma löggjöf og eftirlit með matvælum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, „frá hafi og haga til maga“, eins og segir í greinargerð.

Bann við innflutningi á hráu kjöti, mjólk og eggjum frá löndum EES verður fellt niður ef vörurnar uppfylla evrópsk skilyrði um heilbrigðisvottun. Veittur er aðlögunartími þannig að lögin taki gildi varðandi innflutning á kjöti, mjólk, eggjum og hráum afurðum úr þessum matvælategundum 27. apríl 2009. Jafnframt gildir aðlögunartíminn um unnar vörur úr mjólk.

Uppstokkun er boðuð á dýralæknakerfi landsins og umdæmum héraðsdýralækna fækkað úr 16 í sex. Gert er ráð fyrir að störf héraðsdýralækna, sem sinna bæði opinberu eftirliti og almennri dýralæknaþjónustu, verði lögð niður en þess í stað komi stærri, opinber eftirlitssvæði þar sem Matvælastofnun hefur umdæmisskrifstofur. Bjóða á starfsmönnunum störf hjá Matvælastofnun.

Flestir héraðsdýralæknar sinna í dag bæði opinberu eftirliti og almennri dýralæknaþjónustu við framleiðendur. Skv. frumvarpinu verður að aðskilja þá starfsemi. Þetta kallar á breytingar á umdæmisskrifstofum og aukinn kostnað því samfara. Mun kostnaður af rekstri umdæmanna sem eftir verða falla að fullu á Matvælastofnun skv. frumvarpinu en stofnunin greiðir nú hlutdeild í 11 skrifstofum af 14. Einnig er gert ráð fyrir að héraðsdýralæknar verði starfsmenn Matvælastofnunar sem sinni eingöngu opinberum eftirlitsstörfum en með því verða héraðsdýralæknar að hætta einkarekstri. Ekki er gert ráð fyrir að dýralæknum sem starfa fyrir stofnunina fækki við þessar breytingar.

Bændur hafa miklar áhyggjur af þeirri breytingu á dýralæknaþjónustunni, að skilja þurfi að héraðsdýralækna og almenna dýralæknaþjónustu í héruðunum að sögn Haralds Benediktssonar, formanns Bændasamtakanna.| 9

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert