Innantómur fundur

Sturla Jónsson eftir fund með ráðherra.
Sturla Jónsson eftir fund með ráðherra. mbl.is/Kristinn

„Þessi fundur var innantómur eins og aðrir, það á að fara yfir málin og þetta á að vera í nefnd og svo á að skoða þetta í maí eða næsta haust eða eitthvað," sagði Sturla Jónsson talsmaður atvinnubílstjóra eftir fund sinn með Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, fyrir skömmu.

 „Menn ætla að setjast á rökstóla og ræða næstu aðgerðir," sagði Sturla í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Hann sagði að líklega yrði gripið til einhverra aðgerða upp úr hádeginu á morgun.

 „Ríkisstjórnin verður að fara að koma með einhverjar yfirlýsingar. Ég sagði ráðherra að mannskapurinn vildi fá að sjá eitthvað sem er fast í hendi, það verður að koma eitthvað," sagði Sturla.

Sturla sagði að lífið á heimilunum í landinu gengi ekki fyrir loforðum um nefndarstörf í maí eða næsta haust. „Þú þarft að kaupa ofan í þig á hverjum degi, þú kaupir ekkert mat í haust, sko," sagði Sturla að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert