Ólympíueldurinn í Keflavík

Þessa mynd tók Hilmar Bragi Bárðarson klukkan 2 í nótt …
Þessa mynd tók Hilmar Bragi Bárðarson klukkan 2 í nótt er vélin var á leið til Bandaríkjanna. Ljósmynd Víkurfréttir

Ólymp­íu­eld­ur­inn kom við á Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar á leið sinni vest­ur um haf í nótt. Fregn­ir af áætlaðri komu hans hingað höfðu farið mjög hljótt því mót­mæli gegn mann­rétt­inda­brot­um Kín­verja í Tíbet hafa valdið mikl­um töf­um á ferð kyndils­ins um London og Par­ís.

Ljós­mynd­ari Vík­ur­frétta fékk ekki að  nálg­ast vél­ina. Talið er að vopnaður vörður hafi verið um kyndil­inn í flug­vél­inni, sem er af gerðinni Air­bus A330-200.

Ólymp­íu­eld­ur­inn kom til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar frá Par­ís og héðan var ferðinni heitið í beinu flugi til San Francisco. Upp­haf­lega stóð til að vél­in staldraði við hér í klukku­stund en heim­sókn­in varð um tveir og hálf­ur tími.

Mót­mæl­in haf­in í San Francisco 

Yf­ir­völd í Pek­ing hafa sagt að eng­in öfl fái stöðvað för ólymp­íukyndils­ins um heim­inn en mót­mæl­in í San Francico eru þegar haf­in.

Sam­kvæmt frétta­vef BBC voru sjö mót­mæl­end­ur hand­tekn­ir þar í borg fyr­ir að hengja borða með slag­orðum gegn Kína á kapl­ana á Gold­en Gate brúnna en skammt er þangað til að hlaupið verður með eld­inn um göt­ur borg­ar­inn­ar.

Þris­var var slökkt á kyndl­in­um í Par­ís og hann færður inn í stræt­is­vagn til að forða hon­um frá mót­mæl­end­um en sam­kvæmt BBC er sjálf­um ólymp­íu­eld­in­um haldið lif­andi í sér­stakri ör­ygg­is­lugt.

Eld­ur­inn var kveikt­ur í Ólymp­íu á Grikklandi þann 24 mars og mun hann ferðast um 20 lönd áður en farið verður með hann á opn­un­ar­hátíðina í Pek­ing þann 8. ág­úst næst kom­andi.

Kín­verska rík­is­sjón­varpið hef­ur sagt frá því að ein­ung­is ör­fá­ir aðskilnaðarsinn­ar hafi mót­mælt för kyndils­ins um London og Par­ís.

Hillary Cl­int­on sem berst nú um fram­bjóðenda­sæti banda­ríska demó­krata­flokks­ins í kom­andi for­seta­kosn­ing­um hef­ur hvatt for­set­ann, Geor­ge W. Bush til að hunsa opn­un­ar­hátíð Ólymp­íu­leik­anna ef Kína bæt­ir sig ekki í mann­rétt­inda­mál­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert