REI lágmarkar áhættuna án þess að glata tækifærum

Hús Orkuveitu Reykjavíkur.
Hús Orkuveitu Reykjavíkur.

„Reykja­vik Energy In­vest (REI) var stofnað til að vera í út­rás og á meðan fyr­ir­tækið er til þá sinn­ir það því hlut­verki sínu,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, stjórn­ar­formaður REI, en hann er á ferð um Afr­íku ásamt Guðmundi Þórodds­syni, for­stjóra REI, Öss­uri Skarp­héðins­syni iðnaðarráðherra og föru­neyti.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Kjart­an mark­mið ferðar­inn­ar að ræða við ráðamenn í Jemen, Dj­í­búti og Eþíóp­íu þar sem REI sé að skoða sam­starf við heima­menn um nýt­ingu jarðvarma. For­svars­menn REI und­ir­rituðu sl. sunnu­dag vilja­yf­ir­lýs­ingu um áfram­hald­andi viðræður og sam­starf milli REI og raf­veit­unn­ar í Jemen, en viðræður hafa staðið yfir síðan í sept­em­ber sl. Seg­ir Kjart­an stefnt að því að viðræðum verði lokið fyr­ir ág­úst á þessu ári og að þá liggi ljóst fyr­ir hvort farið verði út í for­könn­un á bor­un­um á jarðhita­svæði í Jemen. Aðspurður seg­ir Kjart­an ekki ósenni­legt að for­svars­menn REI und­ir­riti sams­kon­ar vilja­yf­ir­lýs­ingu við ráðamenn í Eþíóp­íu síðar í vik­unni. Að sögn Kjart­ans eru viðræður hins veg­ar lengra komn­ar í Dj­í­bútí, en þar eru menn að skoða mögu­leika þess að und­ir­rita samn­ing um hag­kvæmn­is­at­hug­un sem fel­ur í sér jarðhit­a­rann­sókn­ir og til­rauna­bor­an­ir.

Ekki á móti út­rás­inni

Kjart­an bend­ir á að þó búið sé að fjár­festa fyr­ir nokk­urn hluta þess 2,6 millj­arða kr. hluta­fjár sem lagt var inn í REI við stofn­un fyr­ir ári þá sé enn tölu­vert fé eft­ir í sjóði. Tek­ur hann jafn­framt fram að þegar og ef mál kom­ist á það stig að hægt sé að byggja virkj­an­ir þá megi ljóst vera að REI ætli sér ekki að fjár­magna jarðhita­bor­an­ir í lönd­un­um þrem­ur held­ur verði leitað til alþjóðlegra fjár­festa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert