Skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasölu

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt 19 ára gaml­an karl­mann í mánaðar fang­elsi fyr­ir fíkni­efna­sölu en maður­inn var með 114 grömm af maríjú­ana í fór­um sín­um þegar hann var hand­tek­inn í októ­ber á síðasta ári.

Einnig var fall­ist á kröfu lög­regl­unn­ar um að gera upp­tæk gramm­a­vog, skæri og 17 þúsund krón­ur í pen­ing­um, sem lagt var hald á hjá mann­in­um.

Maður­inn játaði brotið. Hann hef­ur áður gerst sek­ur um smá­vægi­leg brot, þar á meðal fíkni­efna­brot.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert