Skjálftahrina í Eyjafirði

Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið úti fyrir mynni Eyjafjarðar frá því í gær og var stærsti skjálftinn 2 stig á Richter. Jarðskjálftahrinan byrjaði í gær um kl. 13 og mældist stærsti skjálftinn tæpri klukkustund síðar. Hrinan stóð fram eftir kvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er algengt að jarðskjálftahrinur séu á þessu svæði. Enn mælast skjálftar á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert