Sturla boðaður í skýrslutöku

Sturla Jónsson, í miðið, ásamt Árna Friðleifssyni, lögregluvarðstjóra og Kristjáni …
Sturla Jónsson, í miðið, ásamt Árna Friðleifssyni, lögregluvarðstjóra og Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað Sturlu Jónsson, talsmann flutningabílstjóra, til skýrslutöku í fyrramálið vegna mótmælaaðgerða, sem bílstjórarnir hafa staðið fyrir undanfarna daga.

„Ég held að þeir komi bara allir með mér," sagði Sturla og átti þá við félaga sína á flutningabílunum.

Hann sagðist ekki vita með vissu hvað lögreglan vildi vita en þetta virðist sýna, að það sé hættulegt að mótmæla hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert