Viðræður SFR og ríkisins hafnar

Samninganefndir SFR – stéttarfélags og ríkisins funduðu í fyrsta sinn kl. 15 í gær í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samninganefndir kynntu þar megin áhersluþætti í komandi viðræðum.

SFR segist hafa skilgreint einstaka áhersluþætti út frá þessum meginmarkmiðum, en þar sé lögð áhersla á að lágmarkslaun SFR félaga verði ekki undir 200.000 krónum á mánuði, að bættur verði réttur starfsmanna vegna veikinda og slysa, að sí- og endurmenntunarúrræði verði styrkt, að orlofsréttur verði bættur, ásamt fleiri áhersluatriðum.

Næsti samningafundur er boðaður mánudaginn 14. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert