Bílstjórar mótmæla við Hlemm

Félagar Sturlu sýna samstöðu og flauta fyrir utan lögreglustöðina við …
Félagar Sturlu sýna samstöðu og flauta fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm. mbl.is/Júlíus

Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, kom að lögreglustöðinni á Hlemmi í Reykjavík nú fyrir stundu en hann hefur verið boðaður í yfirheyrslu vegna aðgerða bílstjóra að undanförnu. Félagar hans lögðu bílum sínum við Hlemm og þeyttu flautur sínar.

Tíu manna lögreglulið bað ítrekað bílstjórana að hverfa á braut en þeir neituðu.

Þrír bílar voru í mótmælastöðu fyrir utan lögreglustöðina en eftir viðræður við bílstjórana voru bílarnir fjarlægðir úr aðrein fyrir utan lögreglustöðina.

Hópur bílstjóra er nú fyrir utan lögreglustöðina og mun vera mikill hiti í mönnum. Tuttugu manna hópur bílstjóra bíður nú eftir Sturlu í anddyri lögreglustöðvarinnar.

mbl.is/Júlíus
Lögreglan ræðir við bílstjóra.
Lögreglan ræðir við bílstjóra. mbl.is/Július
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert